{"items":["5fda4781b64f5f0017dcdd22","5fda4781b64f5f0017dcdd21","5fda4781b64f5f0017dcdd1c","5fda4781b64f5f0017dcdd1f","5fda4781b64f5f0017dcdd1b","5fda4781b64f5f0017dcdd1e","5fda4781b64f5f0017dcdd20","5fda4781b64f5f0017dcdd19","5fda4781b64f5f0017dcdd1a","5fda4781b64f5f0017dcdd1d"],"styles":{"galleryType":"Columns","groupSize":1,"showArrows":true,"cubeImages":true,"cubeType":"max","cubeRatio":1.7777777777777777,"isVertical":true,"gallerySize":30,"collageAmount":0,"collageDensity":0,"groupTypes":"1","oneRow":false,"imageMargin":22,"galleryMargin":0,"scatter":0,"rotatingScatter":"","chooseBestGroup":true,"smartCrop":false,"hasThumbnails":false,"enableScroll":true,"isGrid":true,"isSlider":false,"isColumns":false,"isSlideshow":false,"cropOnlyFill":false,"fixedColumns":0,"enableInfiniteScroll":true,"isRTL":false,"minItemSize":50,"rotatingGroupTypes":"","rotatingCropRatios":"","columnWidths":"","gallerySliderImageRatio":1.7777777777777777,"numberOfImagesPerRow":3,"numberOfImagesPerCol":1,"groupsPerStrip":0,"borderRadius":0,"boxShadow":0,"gridStyle":0,"mobilePanorama":false,"placeGroupsLtr":false,"viewMode":"preview","thumbnailSpacings":4,"galleryThumbnailsAlignment":"bottom","isMasonry":false,"isAutoSlideshow":false,"slideshowLoop":false,"autoSlideshowInterval":4,"bottomInfoHeight":0,"titlePlacement":["SHOW_ON_THE_RIGHT","SHOW_BELOW"],"galleryTextAlign":"center","scrollSnap":false,"itemClick":"nothing","fullscreen":true,"videoPlay":"hover","scrollAnimation":"NO_EFFECT","slideAnimation":"SCROLL","scrollDirection":0,"scrollDuration":400,"overlayAnimation":"FADE_IN","arrowsPosition":0,"arrowsSize":23,"watermarkOpacity":40,"watermarkSize":40,"useWatermark":true,"watermarkDock":{"top":"auto","left":"auto","right":0,"bottom":0,"transform":"translate3d(0,0,0)"},"loadMoreAmount":"all","defaultShowInfoExpand":1,"allowLinkExpand":true,"expandInfoPosition":0,"allowFullscreenExpand":true,"fullscreenLoop":false,"galleryAlignExpand":"left","addToCartBorderWidth":1,"addToCartButtonText":"","slideshowInfoSize":200,"playButtonForAutoSlideShow":false,"allowSlideshowCounter":false,"hoveringBehaviour":"NEVER_SHOW","thumbnailSize":120,"magicLayoutSeed":1,"imageHoverAnimation":"NO_EFFECT","imagePlacementAnimation":"NO_EFFECT","calculateTextBoxWidthMode":"PERCENT","textBoxHeight":60,"textBoxWidth":200,"textBoxWidthPercent":75,"textImageSpace":10,"textBoxBorderRadius":0,"textBoxBorderWidth":0,"loadMoreButtonText":"","loadMoreButtonBorderWidth":1,"loadMoreButtonBorderRadius":0,"imageInfoType":"ATTACHED_BACKGROUND","itemBorderWidth":0,"itemBorderRadius":0,"itemEnableShadow":false,"itemShadowBlur":20,"itemShadowDirection":135,"itemShadowSize":10,"imageLoadingMode":"BLUR","expandAnimation":"NO_EFFECT","imageQuality":90,"usmToggle":false,"usm_a":0,"usm_r":0,"usm_t":0,"videoSound":false,"videoSpeed":"1","videoLoop":true,"jsonStyleParams":"","gallerySizeType":"px","gallerySizePx":1000,"allowTitle":true,"allowContextMenu":true,"textsHorizontalPadding":-30,"itemBorderColor":{"themeName":"color_12","value":"rgba(204,204,204,0)"},"showVideoPlayButton":true,"galleryLayout":2,"calculateTextBoxHeightMode":"MANUAL","targetItemSize":1000,"selectedLayout":"2|bottom|1|max|true|0|true","layoutsVersion":2,"selectedLayoutV2":2,"isSlideshowFont":true,"externalInfoHeight":60,"externalInfoWidth":0.75},"container":{"width":224,"galleryWidth":246,"galleryHeight":0,"scrollBase":0,"height":null}}

Margir Íslendingar hafa heimsótt og jafnvel búið í Danmörku. Þar í landi geta 16 ára unglingar keypt bjór og vín að 18% styrkleika í hvaða verslun sem er, allan sólarhringinn, alla daga vikunnar, eða á meðan þær hafa opið. 18 ára einstaklingar og eldri geta keypt sterkara áfengi löglega. Áfengisdeildir danskra verslana eru yfirleitt stórar, með miklu úrvali, og iðulega eru freistandi tilboð á allskyns áfengi í gangi. Sjónvarpsauglýsingar fyrir áfengi dynja á dönskum neytendum og auglýsingabæklingar streyma inn á dönsk heimili og allt er auglýst: Bjór, vodki, skot og léttvín.
Flæðir þá ekki allt í áfengi í Danmörku? Nei, ætli það. Fólk umgengst áfengi öðruvísi en á Íslandi. Flestir kunna sér hófs (t.d. við kvöldverðarborðið) eða vita hvenær óhóf er við hæfi (t.d. á hinu danska jólahlaðborði). Auðvitað eru margir sem glíma við vandamál tengd áfengisneyslu en þeir þurfa ekki að selja af sér spjarirnar til að hafa efni á sopanum og geta jafnvel lifað eðlilegu lífi með litlar ráðstöfunartekjur (sem eru oft, en ekki alltaf, opinber framfærslu).
Unglingadrykkja er ekkert sérstakt vandamál í Danmörku og danskir foreldrar kippa sér lítið upp við að unglingurinn þeirra sé byrjaður að drekka. Umræðan öll er miklu opnari og afslappaðri en á Íslandi. Unglingum finnst þeir síður þurfa að fara í felur með áfengisneyslu sína. Vissulega er gott fyrir unglinginn að fresta áfengisneyslu og skiptir þar hvert ár máli, en í stað þess að demba í sig sterku heimabruggi getur unglingurinn smakkað sig áfram með bjór og víngosi og fundið sín mörk á skipulegan hátt og jafnvel undir leiðsögn foreldra eða eldri vina.
Umræðan um fyrirkomulag áfengissölu á Íslandi endurspeglast að hluta af því að margir hafa beina hagsmuni af núverandi fyrirkomulagi (innlendir framleiðendur, stjórnmálamenn í atkvæðaleit, embættismenn í verkefnaleit og margir sem vilja hafa vit fyrir öðrum). Neytendur eru sundurleit hjörð og íslenskir neytendur sennilega með þeim minnst kröfuhörðu í Vestur-Evrópu þegar kemur að úrvali og verðlagi. Allt helst þetta í hendur við að viðhalda núverandi fyrirkomulagi áfengissölu á Íslandi.
Enn einu sinni á að leggja fram frumvarp á Alþingi sem fækkar eltingaleikjum íslenskra lögreglumanna við friðsama borgara með því að hætta að gera sölu á bjór og léttvínum í matvöruverslunum að lögbroti. Sumir segja að fyrir löngu sé kominn tími á slíkar lagabreytingar og að lengra eigi að ganga með því að heimila einnig sölu á sterku áfengi víðar en í verslunum ríkisins. Er þá jafnvel vísað til barbararíkisins Danmerkur sem fyrirmynd! Aðrir segja að of langt sé gengið í að gera áfengi aðgengilegt fyrir Íslendinga, enda drekki „aðrir“ yfirleitt „of mikið“ að mati þeirra sem tjá sig. Er þá opinbera elítan á sífelldum ferðalögum á kostnað skattgreiðenda í gegnum fríhafnir heimsins undanskilin.
Ég segi fyrir mitt leyti: Fullorðið fólk á að fá að kaupa og innbyrða allt sem það vill og hver sem er á að geta selt því hvað sem er, með og án lyfseðils, utan og innan veggja ríkisbygginga (og foreldrar eiga einir að bera ábyrgð á uppeldi barna sinna). Að heimila sölu á bjór og léttvíni í matvöruverslunum er jákvætt skref í þá áttina, og ég vona að það verði tekið, og að hið næsta, sem er tekið alla leið, fylgi skammt á eftir.
Grein í Morgunblaðinu