Heilbrigðiskerfi á villigötum


Ein algeng ranghugmynd sem er í gangi um heilbrigðiskerfið og er oft slegið fram, er að þjónustan sé ódýr eða jafnvel “ókeypis”.

Er það nokkurn tíman ásættanlegt að líf og heilsa fólks sé óbeint notuð sem skiptimynt í samningaviðræðum um kaup og kjör? Nýlega frétti ég af sjúklingi sem féll frá eftir að aðgerð sem hann átti að fara í var frestað vegna verkfallsins. Ætlin nokkur viti í raun hversu mörg mannslíf þessi deila hefur þegar kostað? Ástandið er í raun alveg siðlaust. Einkavætt heilbrigðiskerfi er eina skynsamlega lausnin sem getur komið í veg fyrir svona ástand endurtaki sig.

Flest skynsamlegt fólk hlýtur að átta sig á því að sé einhvern tíman ástæða til fá gæði í þjónustu, þá er það helst þegar okkar eigin heilsa og líf er að veði. Til að hæft fólk veljist í þessi störf þá er nauðsynlegt að þau séu vel borguð. Vandamálið er hins vegar að í ríkisreknu heilbrigðiskerfi eru eðlileg tengsl sjúklings og þess sem annast hann rofin og sjúklingurinn getur oft lítil áhrif haft á þjónustuna sem hann fær. Laun og vinnuumhverfi eru einhliða ákveðin af því hversu miklu fé hið opinbera skammtar og lykilákvarðanir í meðferð sjúklinga teknar frá þeim.

Ein algeng ranghugmynd sem er í gangi um heilbrigðiskerfið og er oft slegið fram er að þjónustan sé ódýr eða jafnvel „ókeypis“. Fáar staðhæfingar geta verið eins fjarri sanni, því kerfið er mjög dýrt og er rekið að mestu fyrir skattfé almennings. Um 9% af landsframleiðslu Íslands fer í heilbrigðisgeirann, eða sem svarar um 1 milljón á hvern vinnandi einstakling. Á dæmigerðri starfsævi samsvarar þetta um 40-50 milljónum, og mun sú tala fara hækkandi með hækkandi meðalaldri þjóðarinnar.

Vegna þeirra miklu fjármuna sem eru í heilbrigðisgeiranum hefur í raun þróast þar ákveðið ofgnóttarvandamál. Nýjustu og bestu meðferðirnar eru oft mjög dýrar, og ódýrari meðferðir hafa ekki sömu virkni. Vegna hás kostnaðar neyðist ríkiskerfið oft til að velja millileið. En með því að beina viðskiptum einstaklinga sem gætu borgað fyrir nýjustu lyfjameðferðirnar frá dýrustu úrræðunum, er ekki bara verið að taka af þeim réttmætt val sem þeir ættu að hafa til að bæta eigin heilsu, heldur fylgir þessari stefnu ákveðið ábyrgðarleysi þar sem Íslendingar eru fyrir vikið ekki að taka eðlilegan þátt í að borga þróunarkostnað nýrra lyfja, sem eru ein af forsendum framfara í læknavísindunum.

Fólk verður að átta sig á því að ekkert sem kostar peninga er nokkurn tíman ókeypis. Spurningin er bara hver borgar? Því sá sem borgar hann ræður. Með því að láta ríkið skattleggja okkur og borga fyrir þjónustuna, þá erum við í raun að framselja til kerfisins ákvörðunarvaldi í málum sem sem snúa að lífi okkar og heilsu. Þetta skilur einstaklingin eftir berskjaldaðan og varnarlausan þegar mest á reynir. Fjármögnun og gerð þjónustunnar verður háð duttlungum stjórnmálamanna og miðstýrt kerfið er flókið og dýrt og sífellt þarf að beita niðurskurðarhnífnum. Eftir sitjum við með heilbrigðiskerfi sem er með endalausa biðlista og tæki og húsnæði sem eru komin til ára sinna. Starfsfólk er hundfúlt með kjör sín og stór hluti lækna eru nemar, sem eru að afla sér reynslu við að meðhöndla veikindi okkar, því útlærðir reyndir læknar tíma ekki að flytja aftur heim eftir sérnám.

Eina langtíma lausn á vanda heilbrigðiskerfisins sem er réttmætt og tryggir samkeppnishæfni, er að einkavæða það alveg svo einstaklingar fái vald yfir því sem skiptir þá mestu máli. Slíkt fyrirkomulag mun jafnframt tryggja að reyndir læknar og heilbrigðistarfsfólk sem hafa lagt mikið á sig til að sérhæfa sig í starfi fá laun og starfsumhverfi sem þau eiga skilið. Því þegar þeir sem nota heilbrigðiskerfið fá að ráða eigin málum, þá verður miðstýrð yfirstjórn óþörf og þjónustan verður sjálfkrafa mun betri og markvissari, enda mun hún taka mið af þörfum sjúklinga en ekki af þörfum kerfisins.

#g #gJóhannesLoftsson

FRELSISMOLI VIKUNNAR

NÝLEGAR FRELSISFRÉTTIR

Archive
Search By Tags
No tags yet.
Follow Us
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square