Óhagkvæmasta framkvæmd Íslandssögunnar?

Einkareknir flugvellir myndu umbylta íslenskum flugsamgöngum og tryggja stöðu Reykjavíkurflugvallar til framtíðar

Þegar alþjóðasamtök flugumferðastjóra nýverið bentu ISAVIA á að ástandið hjá þeim væri orðið svo alvarlegt að það líktist kringumstæðum sem leitt höfðu til tveggja flugslysa sem kostuðu 185 mannslíf, þá ypptu yfirmenn Isavia bara öxlum og afþökkuð alla aðstoð. Hættuleg undirmönnun og þjálfunarleysi flugumferðarstjóra virtist þannig bara þeirra einkamál. Í stað þess að borga strax samkeppnishæf laun til að laða til sín sérfræðimenntaða hæfa starfsmenn ílengdist kjaradeilan sem olli miklum óþægindum og hundruð milljón króna tjóni fyrir viðskiptavini. Svipað virtist upp á teningnum þegar vopnaleitin kolféll í prófunum og þegar reglulegar tafir verða vegna ýmiss konar vandræðagangs eða undirmönnunar. Á meðan og veldisvöxtur er í komu ferðamanna og mikil vöntun á flugvallarþjónustu þá hefur megnið af framkvæmdafénu farið í að umbreyta verslunarrekstrinum með tilheyrandi töfum og kostnaði fyrir viðskiptavinina sem ISAVIA virðist sama um. ISAVIA var þó ekki sama um Kaffitár sem þótti víst ekki nægjanlega „alþjóðlegt“ fyrirtæki og fyrirtækið er lítt fyrir að halda upplýsingar um risnu yfirmanna. Mesti vitleysisgangurinn er síðan aðför ISAVIA að innanlandsfluginu sem nú stefnir á Keflavíkurflugvöll í óþökk allra viðskiptavina. En af hverju er þetta svona? Af hverju er viðskiptavinir settir í svona hættu og hvar er þjónustulundin? Af hverju er komið svona fram við eigið starfsfólk og af hverju virðist meiri áhugi á að reka verslun en að reka flugvöll? Svarið liggur í eðli fyrirtækisins. ISAVIA er ríkisfyrirtæki sem eru fyrirtækjavæddar stofnanir reknar meira á pólitískum forsendum en markaðslegum. Skattgreiðendur bera ábyrgðina á meðan ISAVIA fær að starfa í algjörlega vernduðu umhverfi með einokun yfir heilum atvinnugeira. Þar sem ríkið hirðir á endanum gróðann þá er lítill hvati til að þróa þjónustuna og skila hagnaði. Vegna ábyrgðarleysisins þá er rík tilhneyging í að sóa hagnaði í alls kyns gæluverkefni, enda liggja hagsmunir yfirmanna frekar í að þjónka pólitískum vildarvinum en að þjónusta viðskiptavinina. Heilbrigðir viðskiptahættir þrífast illa í slíku umhverfi og fyrir vikið sitjum við upp með fábreytta en dýra þjónustu og svifaseint ríkisbákn sem bremsar af alla framþróun í heilum atvinnugeira. Skattasvarthol í Vatnsmýrinni Þegar horft er til Reykjavíkurflugvallarmálsins þá mætti halda miðað við framgöngu borgarinnar að einhver gróðasjónarmið lægju að baki. Fátt gæti þó verið fjær sanni, því af því landi sem losnar við að flugvöllurinn fer, þá er eingöngu fyrirhugað að nýta um þriðjung þess í íbúðabyggð. Restin er ætluð fyrir ýmis ríkisstyrkt pólitísk gæluverkefni eða bara í opin græn svæði. Á Valssvæðinu sem borgin lét breyta í byggingaland til að fjármagna fyrri íþróttastyrki sína til félagsins, þá eru stórhuga valsmenn þegar farnir að huga að næstu milljarðaframkvæmd. Knattspyrnuhöll sem nær örugglega verður að hluta fjármagnuð með skattfé. Í hinum einkareknu Fluggörðum verða öll mannvirki og starfsemi tekin eignarnámi fyrir vísindaþorp HÍ. Kostnaður skattgreiðenda af uppbyggingu sambærilegrar aðstöðu annars staðar hleypur á milljörðum. Í Vísindaþorpið verður einnig sturtað milljörðum af skattfé. Þorpið mun auk háskólastarfsemi hýsa ýmsar opinberar rannsóknarstofnanir auk nokkurra útvalinna fyrirtækja. Eitt þeirra er verkfræðistofan Efla sem er í bullandi innlendri samkeppni og mun því taka öllum opinberum stuðningi fagnandi. Þó að einhverjir geti þannig grætt á þessum forfæringum, þá munu skattgreiðendur alltaf tapa stórt. Framkvæmdagleði yfirvalda á hinu ónumda svæða er það mikil að meira að segja þó að flugvallarlandið fengist frítt kæmi dæmið út í mínus. Það eina sem takmarkar eyðsluna er ímyndunarafl borgarfulltrúa. Þannig er borgin þegar orðinn hluthafi í hraðlest til Keflavíkur og með miklar áætlanir um að þrengja götur borgarinnar með léttlestarkerfi. Hvort um sig eru verkefni sem munu kosta skattgreiðendur hundruði milljarða. Einkavæðum flugvallarrekstur Baktjaldamakkið á Reykjavíkurflugvelli hefur verið það mikið að frjálsu markaðsöflunum hefur einfaldlega ekki verið hleypt að. Ef leyfð væri frjáls samkeppni um flugvallarlandið, þá er ein landnýting sem mundi líklega slá allt út í arðsemi. En það er einkarekinn flugvallarrekstur. Lítill hagnaðarhvati ISAVIA og ríkisafskiptakreddur stjórnvalda hafa gert það að verkum að ráðamönnum hefur alveg yfirsést það augljósa. Það er ekki af ástæðulausu að flugvöllurinn í miðbæ London er að stækka. Einkarekin fyrirtæki elska að græða. Vegna betri staðsetningar og nálægðar við innanlandsflugið væri vel verið hægt að rukka 5000 króna aukagjald á millilandaflug í Reykjavík sem mundi þýða 5 milljarða viðbótargróða á hverja milljón farþega. Aukin umferð og bætt tenging innanlands- og millilandaflugs mundi síðan hjálpa til við að dreifa ferðamönnum betur um landið og allir græða. Einkarekni flugvöllurinn græðir, atvinnulífið græðir og farþegarnir græða. Eina sem þarf til er að yfirvöld hætti að flækjast fyrir og vesenast í starfsemi sem þau eiga ekkert erindi í.

#gJóhannesLoftsson #g

FRELSISMOLI VIKUNNAR

NÝLEGAR FRELSISFRÉTTIR

Archive
Search By Tags
No tags yet.
Follow Us
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square