Hádegismaturinn er aldrei ókeypis

Öll skattheimta er að lokum tekin úr vasa launþegans

Nú þegar stjórnmálamenn allra flokka eru hvað duglegastir við að lofa gjöfum, þá er ágætt að hafa í huga að þeir eru að gefa annarra mann fé. Þitt fé. Allar gjafirnar eru fjármagnaðar með skattheimtu. Sumt er sýnilegt og við sjáum tekjuskattsrukkunina á launaseðlinum og virðisaukaskattsrukkunina á sölukvittunum. Megnið af rukkuninni er hins vegar mun betur falið. Tryggingagjaldið er ekki einu sinni birt á launaseðlinum, tolla og vörugjöld sjá neytendur sjaldan og erfðarskatturinn er er ekki rukkaður af okkur fyrr en við erum dauð. Flestir fyrirtækjaskattar eru síðan ákveðin blekkingarleikur, því fyrirtæki eru bara milliliðir sem fjármagna skattborgunina í gegnum þá vöru sem þau eru að selja og neytandinn borgar á endanum fyrir. Þannig er bankaskatturinn fjármagnaður með hærri útlánsvöxtum, skattur á leigusala er fjármagnaður með hærra leiguverði og almennur tekjuskattur á fyrirtæki er fjármagnaður með dýrari þjónustu á sama tíma og svigrúm atvinnurekandans til að þróa þjónustuna og borga starfsmönnum hærri laun, minnkar. Á einn eða annan hátt þá endar reikningurinn af örlæti stjórnmálamanna alltaf á launþeganum. Þegar fjárlögum 2016 er skipt niður á fjölda launþega (191 þúsund), þá blasir við all hrikaleg sviðsmynd. Í dag kostar hin „ókeypis“ hluti heilbrigðisþjónustunnar okkur um 860 þúsund á ári, til viðbótar við 20% eiginframlagið. 762 þúsund fara síðan í „ókeypis“ almannatryggingar og velferðarmál og 380 þúsund fara síðan í vaxtagjöld fyrir lán sem stjórnmálamenn hafa tekið. Í löggæslu og öryggismál er hins vegar sparað, en í þann málaflokk notum við ekki nema 148 þúsund á ári. Öryggi og réttargæsla þegnanna er þannig dálítið látinn mæta afgangi. Aðför að lífskjörum Í dag er heildarkostnaður launþegans af loforðum ráðamanna um 3,4 milljónir á ári. Í hvert sinn sem sem örlátur stjórnmálamaður nær máli í gegn, þá framselur hann fjárhagslegt sjálfstæði launþegans til embættismannakerfisins og skattabyrðin hækkar. Í staðinn fyrir það ábyrgðarfullir einstaklingar fái að halda eftir sýnu sjálfsaflafé og ráðstafa því eftir eigin þörfum, þá er ákvarðanirnar teknar af ábyrgðarlausum milliliðum. Þar sem allt er „ókeypis“ þá leiðir þetta fyrirkomulag til sífellt vaxandi sóunar og þegar reynt er að bregðast við því, þá skerðist þjónustan fyrir alla. Ákvörðunarvald einstaklingsins í því sem skiptir hann máli minnkar þannig jafnt og þétt. Ef t.d. loforð sumra um að auka útgjöld ríkisins til heilbrigðismála úr 8% af landsframleiðslu í 11% ganga eftir, samhliða því að heilbrigðiskerfið verði gert gjaldfrjálst, þá þýðir það, ef ekki kemur sambærilegur niðurskurður á móti, að launþegar fá viðbótarskattareikning upp á hálfa milljón á ári. Er það virkilega eitthvað sem fólk vill?

#gJóhannesLoftsson #g

Related Posts

See All

FRELSISMOLI VIKUNNAR

NÝLEGAR FRELSISFRÉTTIR

Archive
Search By Tags
No tags yet.
Follow Us
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square