Hóphugsun: Tortímandi Siðmenningar

Erindi á frelsiskvöldi frjálshyggjufélagsins 9 júní 2017.

Eitt sinn uppljóstraðir einn áhrifaríkast áróðursmeistari allra tíma sínum helstu leyndarmálum:

„The purpose of propaganda is not to provide interesting distraction for blasé young gentlemen, but to convince, and what I mean is to convince the masses. But the masses are slow-moving, and they always require a certain time before they are ready even to notice a thing, and only after the simplest ideas are repeated thousands of times will the masses finally remember them”

... við annað tækifæri sagði hann síðan ...

The receptivity of the masses is very limited, their intelligence is small, but their power of forgetting is enormous. In consequence of these facts, all effective propaganda must be limited to a very few points and must harp on these in slogans until the last member of the public understands what you want him to understand by your slogan.

... og enn annað sagði hann:

“All propaganda has to be popular and has to accommodate itself to the comprehension of the least intelligent of those whom it seeks to reach.”

Þetta var Adolf Hitler .. Hans lærdómur var: Mikilvægast er að ná til heimskasta fólksins.

Hans helsti aðstoðarmaður Goebels átti líka sín heilræði ...

„It would not be impossible to prove with sufficient repetition and a psychological understanding of the people concerned that a square is in fact a circle. They are mere words, and words can be molded until they clothe ideas and disguise. ==>Þ.e. sannleikurinn er það sem áróðurinn segir að hann sé.“

... og svo einnig ...

„Think of the press as a great keyboard on which the government can play.“ Goebbels

• Það er dáldið merkilegt til þess að hugsa, að það síðasta á ansi mikið við flesta fjölmiðla í dag. Nær allir fjölmiðlar ganga erinda einhverra, og ef ekki, þá eru fréttamennirnir oft með sína sýn sem þeir reyna sífellt að koma til skila í stað þess að segja hlutlaust frá. Áróðurinn er þannig alls staðar.

Vandamálið er að velheppnaðar áróðurherferðir eiga það til að enda í hóphugsun, sem gefur áróðursmeisturunum algjört vald yfir hópnum.

HÓPHUGSUN er annars dálítið sérstakt hugtak, því það þýðir í raun að HUGSA EKKI. Hóphugsun höfðar til leti fólks sem nennir ekki að setja sig vel inn í hlutina og þurfa að hugsa, og fylgir frekar hópnum í blindni. Þetta er ástæðan fyrir því að áróðursmeistararnir reyna ná til þeirra heimskustu, og restin fylgir hjörðinni. Hugsunarlaus nær trúarleg hjarðhegðun gefur hópnum síðan sterka ósigranleikatilfinningu, og allar gagnrýniraddir eru þaggaðar niður. Allt sem er öðru visi er litið hornauga. Einstaklingshyggjan víkur fyrir hóphyggjunni, og sjálfstæð hugsun víkur fyrir hugsunarlausri hlíðni. Fórnfýsikrafan um að fólk fórni sér fyrir hina vegur meira en mannréttindi einstaklingsins. Hugarástandið við á móti þeim verður ráðandi. Hóphugsun hefur þó einn meiriháttar galla ... Þegar öll hugsun og sjálfsgagnrýni er bæld, þá verður hópurinn blindur á eigin galla. Engin leið er að leiðrétta vitleysur og niðurstaðan er því ávalt katastrófa.

Hóphugsun sem hefur fengið að krauma lengi endar gjarnan á versta veg, með þjóðarmorðum: kommúnisminn, Helförin, Þjóðarmorð Armena og Rwanda. .Eru allt dæmi um endastöð slíkrar hóphugssunar.

... en augljóslega eru einnig til mildari útgáfur

Trump er augljóslega enginn Hitler, en það fer þó vart milli mála að hann kann mikið af trikkunum hans. Talar mjög einfalt myndrænt mál, höfðar meira til tilfinninga en rökhugsunar, endurtekur stutt slagorð. Það á t.d. að Byggja Stóran Fallegan Vegg, eða „lets make america Great Again“. Allir andstæðingar fengu síðan uppnefni, sem var síenduretkið Lying Ted (cruz), Little Marco (Rubio), Low Energy Jeb (Bush), Crazy Bernie og Crooked Hillary. Einföld skilaboð sem leikskólabörn skylja. Og mesta snilldin: Espa andsnúna fjölmiðla til að tala svo illa um sig að hans stuðningsmenn hættu að taka mark á þeim. Fyrir vikið er hann mikið til ósnertanlegur.

Hér á Íslandi sjáum við birtingamynd hóphugsunar oft í nær rakalausr trúarleg heift í pólitík. Þetta þekkja frjálshyggjumenn nokkuð vel. Ef þú vilt einkavæðingu heilbrigðiskerfi, þá viltu drepa sjúkt fólk. Atvinnurekendur í útgerð eru uppnefndir sægreifar, gagnrýni á öfga í íslam er fasismi. Ef þú vil losna við velferðarkerfið þá viltu svelta fátækt fólk, og frjálshyggjumenni eru kallaðir nýfrjálshyggjumenn, líklega þar sem að Steingrímur J. telur að þetta hljómi svipað og nýnasismi eða eitthvað þess háttar.

HVAÐ ER TIL RÁÐA?

Ómögulegt getur veirð að rökræða við marga í öllu þessu áróðursbáli sem dynur á okkur á hverjum degi. Það er þó til eitt trikk sem stundum má nota þegar hóphugsun hefur náð ákveðnum hæðum. Þar sem hóphugsun hefur þann grundvallargalla að ganga út á a hugsa ekki, þá getur hún leitt til hreint ótrúlegrar heimsku. Ef þú nærð draga heimskuna fram eitt augnablik og fá skynsamt fólk til að staldra við, þá er smá möguleiki að hægt sé að rjúfa álögin og fá fólk til að hugsa.

Tökum umræðunu um hnattræna hlýnun sem dæmi. Ómögulegt er að rökræða vísindi við sanntrúaða, og því er oft betra að vísa í hina oft ótrúleg heimsku í aðgerðum pólitísku valdhafanna. Glóperur voru bannaðar á Íslandi og kvikasilfurmengandi perur komu í staðin, þrátt fyrir að allt rafmagn hér sé framleitt með endurnýjanlegri orku. Kostnaður við rafbílavæðingu er u.þ.b. 50 sinnum hærri en fjárfestingin í virkjuninni fyrir orkunotkun bílanna. Kyoto mistókst fyrirsjáanlega og hafði engin áhrif, þar sem að kína (o.fl ríki ) voru undanskilin og mengunin fluttist einfaldlega bara þangað. Um 5% af útblæstrinum er skáldaður kvóti sem Rússar og úkraína bjuggu til til að fá smá aukapening. Parísarsamkomulagið er síðan endurtekning á sama og mun eingöngu skila 0,05°C hitalækkun 2100 ef spár ganga eftir?? Heimskan á sér þannig lítil takmörk, þegar hóphugsunarstjórnmál eru annars vegar.

Að lokum: Verið ávallt vakandi og ekki treysta hópnum í blindni. Myndið ykkur sjálfstæða skoðun ... og ef þið eru ekki sammála. Látið í ykkur heyra.

In a time of deceit telling the truth is a revolutionary act. Orwell

Verið byltingarfólk, ekki hugsunarlausir fylgjendur.

#frelsiskvöld

FRELSISMOLI VIKUNNAR

NÝLEGAR FRELSISFRÉTTIR

Archive
Search By Tags
No tags yet.
Follow Us
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square