VAKNIÐ ÍSLENDINGAR: TEKJUR FÓLKS ERU EKKI SÝNINGARVARA (undirskriftasöfnun)


Nú er nýbúið að opna síðu sem birtir tekjur allra Íslendinga. Lagaheimildin er fengin úr skattalöggjöfinni sem gerir skattskrána opinbera í tvær vikur á ári og heimilar birtingu.

Tveggja vikna ákvæðið, sem er 40 ára gömul tímaskekkja ætluð til að takmarkaði dreifingu gagnanna, er vita gagnslaust í dag. Nú er komin önnur öld: Öld internets og smartsíma, þar sem upplýsingar þurfa ekki að vera aðgengilegar nema í eitt augnablik til að auðnast eilíft líf á netinu. Allar upplýsingar eru verðmæti sem sífellt er verið að þróa nýjar leiðir til dreifa sem víðast.

Google-leitir munu smám saman fara að birta launatekjur þess sem flett er upp. Hægt verður að fá öpp sem sýnir meðaltekjur eftir landsvæðum, t.d. í götunni sem þú býrð í; öpp sem sýna tekjur allra fésbókarvina þinna; andlitsgreiningar-öpp sem sýna tekjur fólks á ljósmyndum; verslunar-öpp svo afgreiðslufólk sé ekki að eyða of miklum tíma í tekjulága kúnna og gullgrafara-öpp fyrir google gleraugun til að auðvelda „hagkvæmt“ makaval á djamminu. Svona má lengi halda áfram. Þegar kemur að því að dreifa jafn verðmætum upplýsingum og tekjuupplýsingum, þá eru möguleikar nútímatækni nær óendanlegir.

Misnotkunarmöguleikarnir eru eru líka nær óendanlegir. Glæpamenn munu finna betri markhópa fórnarlamba, viðskipta og framatækifæri mun tapast þeim tekjulægri vegna fordóma, börnum verður strítt í skóla vegna tekna foreldranna og reunion og ættarmót verða aldrei söm aftur. Samfélag þar sem fólk er brennimerkt launum sínum mun ávalt ýta undir fordóma- og elítuhugsunarhátt sem hugnast líklega fæstum Íslendingum. Tilgangsleysið með birtingunni er líka algjört, því ekkert ávinnst sem ekki væri hægt að ná fram á annan en skaðlausan hátt. Skattrannsóknir eru betur komnar í höndum fagmanna en hnýsinna nágranna og kjaraupplýsingum starfsstétta er þegar safnað í dag á mun betri hátt án þess að birtar séu persónuupplýsingar.

Birting hæstu launa hefur heldur engan fælingarmátt gegn ofurlaunum. Þvert á móti þá hafa rannsóknir hafa sýnt að laun æðstu stjórnenda í einkageiranum hækka töluvert við að launin séu gerð opinber. Ástæðan liggur m.a. í því að það lítur ekki sérlega vel út fyrir stór hlutafélög að hafa „ódýrasta framkvæmdastjórann“, auk þess sem það verður mun auðveldara er fyrir vanmetnu framkvæmdastjórana að knýja fram launahækkun þegar kjör samkeppnisaðilanna liggja fyrir. Birting launa hækkar þannig hæstu launin.

Það er hlutverk yfirvalda að vernda þegnana gegn hvers kyns ofbeldi en ekki fórna þeim fyrir vanhugsaðan hégóma með því að stilla viðkvæmum persónuupplýsingum upp til sýnis fyrir hvern þann sem vill misnota upplýsingarnar. Birting launaupplýsinga er gróft brot á stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga til friðhelgi einkalífs og gerir alla íslendinga berskjaldaða fyrir misnotkun. Þetta er ósiður sem þarf að stoppa.

Frjálshyggjufélagið vill því hvetja alla að taka þátt í undirskriftasöfnun þar sem skorað er á yfirvöld að taka á þessu máli strax og banna birtingu slíkra upplýsinga úr skattskrá. Launakjör eru einkamál milli atvinnurekanda og starfsmanns og þeir einir eiga að geta ráðið því hvort slíkar upplýsingar séu birtar.

Undirskriftasöfnunina má nálgast hér.

#g

Related Posts

See All

FRELSISMOLI VIKUNNAR

NÝLEGAR FRELSISFRÉTTIR

Archive
Search By Tags
No tags yet.
Follow Us
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square

Frjálshyggjufélagið:      lififrelsid@gmail.com

This site was designed with the
.com
website builder. Create your website today.
Start Now